Beint í efni
Fagaðilar

dk Framtal

dk Framtal er framtalskerfi fyrir fagaðila svo sem endurskoðunar- og bókhaldsstofur.

dk Framtalskerfið er öflugur hugbúnaður til að vinna og senda inn skattframtöl fyrir bæði einstaklinga og lögaðila sem skila inn RSK 1.04.

Kerfið heldur utan um öll gögn hvers framteljanda frá ári til árs og óþarft er að stofna framteljendur á nýjan leik þegar framtalsforritið er uppfært.

dk Framtal

Rafræn skil

Með kerfinu eru framtalsskil framkvæmd með einni aðgerð.

Hægt er að skila hverju skattframtali rafrænt með veflykli eða safna framtölum saman og senda í einu lagi.

Kerfið heldur utan um hvenær framtali var skilað og móttökukvittanir Skattsins.

dk Framtal

Grunnupplýsingar fylgja

Kerfinu fylgja allar nauðsynlegar grunnupplýsingar s.s. lista yfir öll sveitarfélög, útsvarsprósentu hvers sveitarfélags, skattstofur ofl.

Kerfið inniheldur einnig upplýsingar um eignaflokka RSK. Haldið er utan um eignir í fyrningarskrá sem býður upp á útreikning fyrninga.

Hægt er að lesa inn og senda launamiða (RSK 2.01), greiðslumiða (RSK 2.02), hlutafjármiða (RSK 2.045), almannaheillamiða og fleira rafrænt til Skattsins.

Eiginleikar í dk Framtal


dk Framtal
  • Rafræn skil á öllum fylgiblöðum til skattayfirvalda.
  • Útbúa má frestlista í kerfinu og senda til Skattsins.
  • Hægt er að sækja áætlun opinberra gjalda til skattstjóra.
  • Sendingar á ársreikningi til Ársreikningaskrár.
  • Landbúnaðarframtal fylgir