dk Framtal kom á markað árið 2000 og er fyrsta kerfið sem dk hugbúnaður þróaði

Kerfið er hannað með það að markmiði að auðvelda alla framtalsgerð og er hugsað fyrir fagaðila svo sem endurskoðunar- og bókhaldsstofur.

Í dag eru framtöl fyrirtækja nær eingöngu unnin í dk Framtalsforritinu. Mikil og góð reynsla er komin á kerfið og árlega bætast nýjir notendur í hópinn.

Uppfærslur

Hér má finna nýjustu uppfærslur af dk Framtalskerfinu. Uppfærslur þessar eru einungis fyrir þá sem hafa keypt hugbúnaðinn. Nýja útgáfu af dk Framtali má sækja með því að smella á tengilinn hér að neðan

Ný uppfærsla – 07.01.2021 | dkFramtal – útgáfa 22.1
Nánar um útgáfuna

Nánar um fyrri útgáfur

Forrit fyrir uppsetningu á hópsendingum úr dk Framtali:
dkNexusSetup.exe
Leiðbeiningar fyrir dkNexusSetup

Helstu kostir dk Framtalskerfisins

 • Öll gögn eru geymd í gagnagrunni undir nafni og kennitölu hvers framteljanda. Þetta hefur í för með sér að notandi hefur á einum stað skrá yfir alla framteljendur.
 • Ekki skiptir máli hvort um er að ræða lítið framtal eða stórt, einstakling eða fyrirtæki.
 • Frestlistar eru gerðir í kerfinu og sendir beint til RSK.
 • Framtalsskil eru framkvæmd með einni aðgerð. Hægt er að skila hverju framtali um leið og því er lokið eða safna saman framtölum og senda saman í einni aðgerð. Kerfið heldur utan um hvenær framtal var sent inn og móttökukvittanir skattstjóra.
 • Með kerfinu fylgja allar nauðsynlegar grunntöflur, t.d. yfir öll sveitarfélög, útsvarsprósentu hvers sveitarfélags, skattstofur ofl.
 • Kerfið skila öllum skattaeyðublöðum á viðurkenndu formi til skattayfirvalda.
 • Hægt er að sækja áætlun opinberra gjalda til skattstjóra.
 • Öflugt fyrningarkerfi er til staðar. Haldin er skrá yfir fastafjármuni og fyrningar reiknaðar.
 • Öflugt framtalskerfi fyrir lögaðila sem skila inn RSK 1.04. Kerfið heldur utan um hvert ár og ekki þarf að stofna lögaðilann á hverju ári.
 • Sendingar á skattalegum ársreikningi til RSK.
 • dk Framtal heldur utan um og prentar út s.s. launamiða (RSK 2.01), greiðslumiða (RSK 2.02), hlutafjármiða (RSK 2.045) og fleiri.
 • Landbúnaðarframtal fylgir.