fbpx Skip to main content

Framtalskerfi fyrir fagaðila

dk Framtal er fyrir alla framtalsgerð sem er í umsjón fagaðila

Með kerfinu er öll framtalsgerð einfölduð til muna. Kerfið er hugsað fyrir fagaðila svo sem endurskoðunar- og bókhaldsstofur.

Árið 2000 kom kerfið fyrst út og er fyrsta kerfið sem dk hugbúnaður þróaði.

Í dag eru framtöl fyrirtækja nær eingöngu unnin í dk Framtalsforritinu. Mikil og góð reynsla er komin á kerfið og árlega bætast nýir notendur í hópinn.

Uppfærslur

Á hverju ári er ný útgáfa af Framtalskerfinu gerð. Útgáfur og nýjustu uppfærslur af Framtalskerfinu má finna hér. Uppfærslur þessar eru einungis fyrir þá sem hafa keypt hugbúnaðinn.

ATH. Útgáfur dagsettar 09.01.2023  og nýrri styðja Windows 11 stýrikerfið. Eldri útgáfur af dk Framtal styðja ekki stýrikerfið Windows 11 -> sjá nánar

Ný útgáfa

Nýja útgáfu af dk Framtali má sækja með því að smella á tengilinn hér að neðan:

13.04.2023 – Ný útgáfa | dkFramtal – útgáfa 24.3
Nánar um útgáfuna

Eldri útgáfur

Nánar um fyrri útgáfur:

Önnur forrit og leiðbeiningar

Forrit fyrir uppsetningu á hópsendingum úr dk Framtali:

dkNexusSetup.exe
Leiðbeiningar fyrir dkNexusSetup

Helstu kostir dk Framtalskerfisins

  • Öll gögn eru geymd í gagnagrunni undir nafni og kennitölu hvers framteljanda. Þetta hefur í för með sér að notandi hefur á einum stað skrá yfir alla framteljendur.
  • Ekki skiptir máli hvort um er að ræða lítið framtal eða stórt, einstakling eða fyrirtæki.
  • Frestlistar eru gerðir í kerfinu og sendir beint til RSK.
  • Framtalsskil eru framkvæmd með einni aðgerð. Hægt er að skila hverju framtali um leið og því er lokið eða safna saman framtölum og senda saman í einni aðgerð. Kerfið heldur utan um hvenær framtal var sent inn og móttökukvittanir skattstjóra.
  • Með kerfinu fylgja allar nauðsynlegar grunntöflur, t.d. yfir öll sveitarfélög, útsvarsprósentu hvers sveitarfélags, skattstofur ofl.
  • Rafræn skila á öllum skattaeyðublöðum á viðurkenndu formi til skattayfirvalda.
  • Hægt er að sækja áætlun opinberra gjalda til skattstjóra.
  • Haldin er skrá yfir fastafjármuni og fyrningar reiknaðar. Öflugt fyrningarkerfi er til staðar.
  • Öflugt framtalskerfi fyrir lögaðila sem skila inn RSK 1.04. Kerfið heldur utan um hvert ár og ekki þarf að stofna lögaðilann á hverju ári.
  • Sendingar á skattalegum ársreikningi til RSK.
  • dk Framtal heldur utan um og prentar út s.s. launamiða (RSK 2.01), greiðslumiða (RSK 2.02), hlutafjármiða (RSK 2.045) og fleiri.
  • Landbúnaðarframtal fylgir.

Lausnir og þjónusta

dk býður upp á margvíslegar lausnir og þjónustu fyrir notendur kerfisins. Einnig er mikill fjöldi íslenskra  fyrirtækja sem bjóða upp á margvíslegar tengingar og lausnir fyrir dk viðskiptahugbúnað.

Office 365

Ein vinsælasta skýjalausnin í heiminum í dag er Office 365. Office 365 gerir notendum kleift að vinna hvar og hvenær sem er, einfaldar samvinnu og hefur sannað sig í aukinni framleiðni hjá starfsfólki sem notar Office 365.

Sjá nánar:

Vefþjónusta

Fjöldi þjónustufyrirtækja hafa skrifað tengingar við dk í gegnum vefþjónustur dk.  Vefþjónustan hentar alls kyns sjálfvirkum vinnslum svo sem heimasíðum, vefverslunum, gagnagreiningum/teningum, margvíslegum bókunarkerfum, eignarumsýslukerfum og fleira.

Sjá nánar:

Námskeið

Námskeið dk hugbúnaðar eru góður grunnur til að byrja með nýtt kerfi. Þar eru kennd öll helstu undirstöðuatriði dk kerfisins og farið er í helstu vinnslur dk kerfisins.

Sjá nánar:

Leiðbeiningar

Hér má finna leiðbeiningar, handbækur fyrir helstu kerfiseiningar, notendafræðsla í formi stuttra myndbanda og kynningarefni.

Sjá nánar:

Lausnatorg

Á lausnatorgi dk má sjá yfirlit þeirra fyrirtækja sem bjóða upp á tengingu og lausnir fyrir dk viðskiptahugbúnað. Vefverslanir, sérkerfi ýmiskonar, bókunarkerfi, innheimtulausnir og tengingar við flutningsaðila.

Sjá nánar:
Close Menu

dk - Íslenskar viðskiptalausnir