dk fyrir framleiðslu, uppskriftir og samsetningu

dk viðskiptahugbúnaðurinn er alhliða viðskipta- og upplýsingakerfi, sérlega hentugt fyrir öll framleiðslu- og samsetningarfyrirtæki.   Hann er að fullu þróaður á Íslandi fyrir íslenskar aðstæður og hefur verið vinsælasti viðskiptahugbúnaðurinn í um 20 ár hjá þessum aðilum.

Afar auðvelt er að taka kerfið í notkun.  Kerfið kemur nánast að segja full uppsett með leiðbeiningum.  Með kerfinu fylgja full uppsett fyrirtækjaform (15 stykki), m.a. fyrir framleiðslu- og samsetningarfyrirtæki.  Hvert fyrirtækjaform inniheldur tilbúinn bókhaldslykil með tengingum við undirkerfin, uppsettan rekstrar- og efnahagsreikning ásamt sundurliðunum og sjóðstreymi.

Í öllum kerfiseiningum dk eru að finna öflug greiningartól, hvort sem unnið er með fjárhag, félaga, viðskiptamenn, lánardrottna, sölu, birgðir, innkaup eða laun.  Greiningarvinnslurnar virka frá upphafi og ekki er þörf á langri og erfiðri uppsetningarvinnu með tilheyrandi tilraunum og prófunum.

dk fyrir framleiðslu- og samsetningarfyrirtæki inniheldur allar algengar kerfiseiningar eins og fjárhags-, banka-, eigna-, sölu-, birgða-, innkaupa-, verk- og launakerfi og í viðbót inniheldur það framleiðslu-, uppskrifta- og samsetningakerfi.

Framleiðslukerfi dk hugbúnaðar með framleiðsluáætlunum vinnur alveg frá innkaupum á vörum með Innkaupakerfinu þar til fullunnin framleidd vara er tilbúin í lagerkerfi til sölu.  Sölukerfið með sölupöntunum, sölutilboðum og margvíslegum greiningum og áætlanagerð býður upp á sölu á framleiðsluvörum, uppskriftarvörum og samsettum vörum.

Fyrir framleiðslu, uppskriftir og samsetningu

dk viðskiptahugbúnaður er með lausnir fyrir framleiðslufyrirtæki.

Framleiðsla

 • Uppskriftir
 • Framleiðsludagbækur
 • Framleiðsluyfirlit
 • Framleiðsluáætlun tengd sölu- og innkaupum
 • Framleiðslulotur
 • Framleiðslugreining
 • Pökkunarkerfi

Lagerkerfi

 • Birgðageymslur
 • Staðsetning á lager
 • Raðnúmerakerfi
 • Lotukerfi
 • Handtölvukerfi
 • Handtölvutenging við Strikamerki
 • Framleiðsla og Innkaup

Sölukerfi

 • Sölureikningar
 • Rafrænir reikningar
 • Söluáætlun tengd framleiðsluáætlun
 • Sölutilboð
 • Sölupantanir tengdar EDI
 • Sölugreining
 • Afgreiðslukerfi (dkPOS)

Nánari lýsing á virkni og notkun kerfis

Upplýsingatré

Í dk er að finna mjög öflugar yfirlitsmyndir, svo kallað upplýsingatré sem sýna yfirlit yfir valinn skuldunaut, lánardrottinn, starfsmann (sölumann) eða vöru svo dæmi sé tekið.  Framsetning þessara yfirlitsmynda er á tré formi sem þýðir að notandi getur opnað og lokað greinum í tréinu að vild.

Lykiltölur

Í dk eru mjög öflugar lykiltölugreiningar sem gera notanda mögulegt að halda annála um stöðu lykilstærða í rekstrinum, sjálfkrafa og eins langt aftur í tímann og óskað er.  Annála má skoða að vild, t.d. á myndrænan hátt og koma þannig auga á þróun og sveiflur í hinum ýmsu lykiltölum.

Greiningartól

Í öllum kerfiseiningum dk eru að finna öflug greiningartól, hvort sem unnið er með fjárhag, skuldunauta, lánardrottna, sölu, birgðir, innkaup, verk eða laun. Greiningarvinnslurnar virka frá upphafi og ekki er þörf á langri og erfiðri uppsetningngarvinnu með tilheyrandi tilraunum og prófunum.

Handtölvur

dk býður upp á handtölvukerfi sem auðvelt er að nota með dk birgða- og sölukerfinu. Með því að nota handtölvur við vörutalningu, sölupantanir, innkaupapantanir, vörumóttöku og tiltektir má lækka kostnað og spara tíma.

Sjá nánar:
dk handtölvulausn

dk í áskrift

dk í áskrift er þægileg leið fyrir framleiðslu- og þjónustufyrirtæki. Engar takmarkanir eru á færslufjölda. Mjög fljótlegt er að taka kerfið í notkun því með kerfinu fylgja fulluppsett fyrirtækjaform fyrir þjónustufyrirtæki.

Kerfishýsing

dk býður upp á kerfishýsingu fyrir viðskiptahugbúnað og tengd gögn.
Innifalið er hýsing á gögnum, sérsvæði, afritun, öryggisvarnir og SQL gagnagrunnur í fullkomnu tækniumhverfi.

Handtölvulausnir fyrir allar stærðir og gerðir fyrirtækja

dk hugbúnaður býður upp á öflugar handtölvulausnir

dk handtölvutenging er öflug viðbót við birgðakerfi dk. Þær eru hraðvirkar og einfaldar í notkun. Hvort sem gerð er talning, birgðamillifærsla, innkaupapöntun, vörumóttaka, sölupöntun eða kostnaðarskráning fyrir verkbókhald, þá er það leikur einn með dk handtölvulausninni.  Handtölvan móttekur gögn frá birgðahluta dk og sendir skráningu þráðlaust í gegnum vefþjónustu beint í viðkomandi kerfishluta dk. Datalogic handtölvur eru með strikamerkjalesara, wifi og 4G tengingu.

Helstu kostir

 • Skráning vörutalninga
 • Skráning vörumóttöku
 • Skráning innkaupapantana
 • Skráning sölupantana
 • Skráning í verkbókhald
 • Birgðaskráning
 • Birgðastöðu fyrirspurn
 • Birgðageymslu millifærsla

dk Mobile handtölvulausn

dk Mobile hugbúnaðurinn hentar fyrir Datalogic Memor og Lynx handtölvur. Hugbúnaðurinn er fyrir Windows Mobile/CE stýrikerfið. Handtölvurnar tryggja hraða og örugga lesningu strikamerkja og er hagkvæmur kostur fyrir lagerhald og stórar sem smáar verslanir.

Tengingar við önnur handtölvukerfi

 • Verðskanna (Motorola MK590)
 • Edico handtölvutenging
 • Edico Pricer verðmiðatenging
 • Strikamerki handtölvutenging
 • Vöruhúsakerfi Strikamerki frá Origo

Vantar frekari upplýsingar?

Sendu okkur fyrirspurn fyrir frekari upplýsingar eða til að panta kynningarfund

  Nafn ( þarf )

  Netfang ( þarf )

  Símanúmer

  Fyrirspurn þín ..