dk fyrir framleiðslu, uppskriftir og samsetningu

Vaxandi fyrirtæki flytja sig yfir í dk

dk viðskiptahugbúnaðurinn er alhliða viðskipta- og upplýsingakerfi, sérlega hentugt fyrir öll framleiðslu- og samsetningarfyrirtæki.   Hann er að fullu þróaður á Íslandi fyrir íslenskar aðstæður og hefur verið vinsælasti viðskiptahugbúnaðurinn í um 20 ár hjá þessum aðilum.

Afar auðvelt er að taka kerfið í notkun.  Kerfið kemur nánast að segja full uppsett með leiðbeiningum.  Með kerfinu fylgja full uppsett fyrirtækjaform (15 stykki), m.a. fyrir framleiðslu- og samsetningarfyrirtæki.  Hvert fyrirtækjaform inniheldur tilbúinn bókhaldslykil með tengingum við undirkerfin, uppsettan rekstrar- og efnahagsreikning ásamt sundurliðunum og sjóðstreymi.

Í öllum kerfiseiningum dk eru að finna öflug greiningartól, hvort sem unnið er með fjárhag, félaga, viðskiptamenn, lánardrottna, sölu, birgðir, innkaup eða laun.  Greiningarvinnslurnar virka frá upphafi og ekki er þörf á langri og erfiðri uppsetningarvinnu með tilheyrandi tilraunum og prófunum.

dk fyrir framleiðslu- og samsetningarfyrirtæki inniheldur allar algengar kerfiseiningar eins og fjárhags-, banka-, eigna-, sölu-, birgða-, innkaupa-, verk- og launakerfi og í viðbót inniheldur það framleiðslu-, uppskrifta- og samsetningakerfi.

Framleiðslukerfi dk hugbúnaðar með framleiðsluáætlunum vinnur alveg frá innkaupum á vörum með Innkaupakerfinu þar til fullunnin framleidd vara er tilbúin í lagerkerfi til sölu.  Sölukerfið með sölupöntunum, sölutilboðum og margvíslegum greiningum og áætlanagerð býður upp á sölu á framleiðsluvörum, uppskriftarvörum og samsettum vörum.

Fyrir framleiðslu, uppskriftir og samsetningu

dk viðskiptahugbúnaður er með lausnir fyrir framleiðslufyrirtæki.

Framleiðsla

 • Uppskriftir
 • Framleiðsludagbækur
 • Framleiðsluyfirlit
 • Framleiðsluáætlun tengd sölu- og innkaupum
 • Framleiðslulotur
 • Framleiðslugreining
 • Pökkunarkerfi

Lagerkerfi

 • Birgðageymslur
 • Staðsetning á lager
 • Raðnúmerakerfi
 • Lotukerfi
 • Handtölvukerfi
 • Handtölvutenging við Strikamerki
 • Framleiðsla og Innkaup

Sölukerfi

 • Sölureikningar
 • Rafrænir reikningar
 • Söluáætlun tengd framleiðsluáætlun
 • Sölutilboð
 • Sölupantanir tengdar EDI
 • Sölugreining
 • Afgreiðslukerfi (dkPOS)

Nánari lýsing á virkni og notkun kerfis

Upplýsingatré

Í dk er að finna mjög öflugar yfirlitsmyndir, svo kallað upplýsingatré sem sýna yfirlit yfir valinn skuldunaut, lánardrottinn, starfsmann (sölumann) eða vöru svo dæmi sé tekið.  Framsetning þessara yfirlitsmynda er á tré formi sem þýðir að notandi getur opnað og lokað greinum í tréinu að vild.

Lykiltölur

Í dk eru mjög öflugar lykiltölugreiningar sem gera notanda mögulegt að halda annála um stöðu lykilstærða í rekstrinum, sjálfkrafa og eins langt aftur í tímann og óskað er.  Annála má skoða að vild, t.d. á myndrænan hátt og koma þannig auga á þróun og sveiflur í hinum ýmsu lykiltölum.

Greiningartól

Í öllum kerfiseiningum dk eru að finna öflug greiningartól, hvort sem unnið er með fjárhag, skuldunauta, lánardrottna, sölu, birgðir, innkaup, verk eða laun. Greiningarvinnslurnar virka frá upphafi og ekki er þörf á langri og erfiðri uppsetningngarvinnu með tilheyrandi tilraunum og prófunum.

Handtölvur

dk býður upp á handtölvukerfi sem auðvelt er að nota með dk birgða- og sölukerfinu. Með því að nota handtölvur við vörutalningu, sölupantanir, innkaupapantanir, vörumóttöku og tiltektir má lækka kostnað og spara tíma.

dk í áskrift

dk í áskrift er þægileg leið fyrir framleiðslu- og þjónustufyrirtæki. Engar takmarkanir eru á færslufjölda. Mjög fljótlegt er að taka kerfið í notkun því með kerfinu fylgja fulluppsett fyrirtækjaform fyrir þjónustufyrirtæki.

Kerfishýsing

dk býður upp á kerfishýsingu fyrir viðskiptahugbúnað og tengd gögn.
Innifalið er hýsing á gögnum, sérsvæði, afritun, öryggisvarnir og SQL gagnagrunnur í fullkomnu tækniumhverfi.