
Nú er svo komið að flest námskeið hjá dk hugbúnaði hafa verið tekin upp og eru komin á heimasíðu dk. Fjarnámskeiðunum er skipt í þrjá hluta; stór námskeið, styttri námskeið og notendafræðsla.
Stóru fjarnámskeiðin eru:
- dk Grunnur
- dk Fjárhagur / lánardrottnar
- dk launakerfi
- dk birgðir / sölureikningar
- dk skuldunautar / innheimta
- dk verkbókhald
- dk gjaldmiðlar
Styttri fjarnámskeiðin eru m.a:
- Afstemming banka
- Fjárhagsáætlun
- Vörutalning
Notendafræðsla (Gjaldfrjáls) er m.a:
- Stofnun á grunntöflum kerfisins
- Ýmis námskeið tengd dkPos afgreiðslukerfinu
Stöðug uppfærsla fjarnámskeiða
Stóru námskeiðin eru seld eins og áður. Nemandi hefur 7 daga til að horfa á efnið. Í stuttu námskeiðunum er tíminn takmarkaðri eða 3 dagar. Notendafræðslan er gjaldfrjáls og hægt að skrá sig inn eins oft og þarf.
Stöðugt er unnið að nýjum námskeiðum og námsframboðið mun aukast mikið næstu misserin.
Námskeiðin eru aðgengileg af heimasíðu dk hugbúnaðar dk.is/namskeid
Umsjónamaður námskeiða hjá dk hugbúnaði er Jónas Yngvi Ásgrímsson og netfangið er namskeid@dk.is