fbpx Skip to main content

Ferðagjöfin tengd dk Pos

By maí 29, 2020júní 8th, 2020dk hugbúnaður
ferðagjöfin

Nú á dögunum var haldin kynningarfundur ráðherra, ferðaþjónustunar og Stafræns Íslands á útfærslu Ferðagjafarinnar. Ferðagjöfin er smáforrit í farsíma þróað af íslenska frumkvöðlafyrirtækinu YAY.  dk hugbúnaður hefur gert tengingu við öll kerfi hjá YAY og þannig er komin beintenging við Ferðagjöfinni í gegnum afgreiðslukerfi dk. Þannig getur ferðaþjónustuaðili skannað ferðagjöfina beint inn í dk Pos eða dk iPos afgreiðslukerfin frá dk. Athugið að einungis nýjasta útgáfa af afgreiðslukerfunum virkar með Ferðagjöfnni.

Ferðaþjónustufyrirtæki sem hafa skráð þáttöku á Ísland.is hafa þrjár leiðir til að taka á móti Ferðagjöfinni:

  1. Skanna strikamerki við afgreiðslu (beintenging við afgreiðslukerfi eða app)
  2. Slá inn númer gjafabréfs í vafra (ótengt afgreiðslukerfi)
  3. Beintenging við bókunarkerfi (fyrir þá sem nota bókunarkerfi)

Upplýsingar um hvar hægt er að nota gjöfina eru á ferðalag.is

Fyrirtæki sem tilheyra eftirfarandi flokkum tekið þátt í verkefninu og þurfa að skrá sig inn á island.is, ríkið opnar fyrir skráningu fyrirtækja á næstu dögum, sjá nánar í frétt á vísi.is

Close Menu

dk - Íslenskar viðskiptalausnir