dk fyrir félagasamtök

dk viðskiptahugbúnaðurinn er alhliða viðskipta- og upplýsingakerfi, sérlega hentugt fyrir öll stéttarfélög, góðgerðarfélög, íþróttafélög og klúbba.   Hann er að fullu þróaður á Íslandi fyrir íslenskar aðstæður og hefur verið vinsælasti viðskiptahugbúnaðurinn í um 18 ár hjá þessum aðilum.

Afar auðvelt er að taka kerfið í notkun.  Kerfið kemur nánast að segja full uppsett með leiðbeiningum.  Með kerfinu fylgja full uppsett fyrirtækjaform (15 stykki), m.a. fyrir stéttarfélög, íþróttafélög, góðgerðarfélög og önnur félagasamtök.  Hvert fyrirtækjaform inniheldur tilbúinn bókhaldslykil með tengingum við undirkerfin, uppsettan rekstrar- og efnahagsreikning ásamt sundurliðunum og sjóðstreymi.

Í öllum kerfiseiningum dk eru að finna öflug greiningartól, hvort sem unnið er með fjárhag, félaga, viðskiptamenn, lánardrottna, launagreiðendur, sölu, birgðir, innkaup eða laun.  Greiningarvinnslurnar virka frá upphafi og ekki er þörf á langri og erfiðri uppsetningarvinnu með tilheyrandi tilraunum og prófunum.

dk fyrir félagasamtök inniheldur allar algengar kerfiseiningar eins og fjárhags-, banka-, sölu-, birgða-, innkaupa- og launakerfi og í viðbót inniheldur það félaga-, sjóða, styrkja- og innheimtukerfi, tengingar við orlofshúsakerfi, veflausnir, þjóðskrártengingu, námskeiðsskráningarkerfi og fleira og fleira.

Fyrir stéttarfélög, góðgerðarfélög, íþróttafélög og klúbba

Stéttarfélög

dk hugbúnaður er með lausnir fyrir öll stéttarfélög m.a. allt fyrir bókhaldið, launin, viðskiptamenn, launagreiðendur og lánardrottna.  Einnig margvíslegar greiningar og skýrslur. Í viðbót höfum við félagakerfi fyrir félagatalið, sjóðakerfi til að halda utan um sjóðina og skilagreinar og greiðslur í þá og styrkjakerfi fyrir útgreiðslur á alls konar styrkjum úr sjóðum.

dk er m.a. með:
Tengingu við Starfsmenntasjóð Verslunar- og skrifstofufólks
Tengingu við þjóðskrá – nokkrar útfærslur
Tengingu við orlofshúsakerfin, Frímann og Hannibal
Tengingu við vefsíður fyrir umsóknir á styrkjum
Tengingu við vefsíður fyrir „mínar síður“

Góðgerðarfélög

dk fyrir góðgerðarfélög inniheldur allar algengar kerfiseiningar eins og fjárhags-, banka-, sölu-, birgða-, innkaupa- og launakerfi og í viðbót inniheldur það félaga, og innheimtukerfi, veflausnir, þjóðskrártengingu og fleira og fleira. Félagakerfið í dk hugbúnaði gerir það kleift að hægt er að tengja við félagsmanninn skjöl eins og; pdf, word, excel og myndir. Hægt er að halda vel utan um öll samskipti við félagsmann með minnisbók og samskiptabók. Einnig er auðvelt að útbúa alls konar úrtök eftir nánast hvaða vali sem er og senda tölvupósta, bréf og útbúa límmiða. Það er boðið upp á öll rafræn samskipti, bæði við banka, kortaþjónustur og fleiri aðila.

Íþróttafélög og klúbbar

Íþróttafélög og klúbbar geta nýtt sér félagakerfið í dk til að auðvelda umsjón með félagsmönnum. í félaga- og innheimtukerfinu eru rafræn samskipti við kortaþjónustur sem gera innheimtu félagsgjalda að einföldu og þægilegu verkefni. Einnig er í kerfinu fjárhags-, banka-, sölu-, birgða-, innkaupa- og launakerfi og í viðbót inniheldur það veflausnir og þjóðskrártengingu. Auðvelt er að bæta við dk POS afgreiðslukerfið sem auðveldar sölu á vörum og þjónustu.

dk er m.a. með:
Tengingu við vefskráningarkerfið Nóra
Tengingu við þjóðskrá – nokkrar útfærslur

Nánari lýsing á virkni og notkun kerfis

Vinnusaga

Heldur utan um vinnuferil félagsmannsins og skráist sjálfkrafa við innlestur skilagreina, dagsetningu, fyrirtæki, vinnustaður, deild innan vinnustaðar, starfsheiti, skýringu og launaupplýsingar, svo sem tímavinnu, starfshlutfall, launatöflu, launaflokk, launaþrep, launastig, launaálag og launaupphæð.

Menntunarsaga

Heldur utan um menntunarferil félagsmanns, skrá má dagsetningu, skóla, nám, útskrift/próf, tilvísun og skýringu.

Aðildarsaga

Heldur utan um aðildarferil félagsmannsins, skrá má dagsetningu, númer félagsmanns, tegund aðildar og skýringu

Ferilssaga

Heldur utan um t.d. nefndarstörf, stjórnarstörf, sótt námskeið og fleira og fleira, skrá má dagsetningu, ferilstegund, ferilsflokk, tilvísun og skýringu.

dk í áskrift

Mjög þægilegt er fyrir félagasamtök að vera með dk í áskrift.  Engar takmarkanir eru á færslufjölda.  Mjög fljótlegt er að taka kerfið í notkun því með kerfinu fylgja fulluppsett fyrirtækjaform fyrir mismunandi tegundir rekstrar.

Kerfishýsing

dk býður upp á kerfishýsingu fyrir viðskiptahugbúnað og tengd gögn.  Innifalið er hýsing á gögnum, sérsvæði, afritun, öryggisvarnir og SQL gagnagrunnur í fullkomnu tækniumhverfi.