dk fyrir félagasamtök
dk hugbúnaður er alhliða viðskipta- og upplýsingakerfi, sérlega hentugt fyrir íslensk þjónustufyrirtæki. Hann er að fullu þróaður á íslandi fyrir íslenskar aðstæður og hefur verið vinsælasti viðskiptahugbúnaðurinn í 20 ár hjá þessum aðilum.
dk fyrir félagasamtök er sérlega hentugt fyrir öll stéttar-, góðgerðar-, íþróttafélög og klúbba. Viðmótið er notendavænt og er afar auðvelt að læra á kerfið og taka það í notkun.
Með kerfinu fylgja full uppsett fyrirtækjaform (15 stk.), m.a. fyrir stéttar-, góðgerðar-, íþróttafélög og klúbba. Hvert fyrirtækjaform inniheldur tilbúinn bókhaldslykil með tengingum við undirkerfin, uppsettan rekstrar- og efnahagsreikning ásamt sundurliðunum, sjóðstreymi og ýmsum lykiltölugreiningum.
dk fyrir félagasamtök inniheldur allar algengar kerfiseiningar eins og fjárhags-, banka-, sölu-, birgða-, innkaupa- og launakerfi og í viðbót inniheldur það félaga-, sjóða, styrkja- og innheimtukerfi, tengingar við orlofshúsakerfi, veflausnir, þjóðskrártengingu, námskeiðsskráningarkerfi og fleira og fleira.