dk fyrir einstaklinga, verktaka og lítil fyrirtæki
Minnsta útgáfan af dk viðskiptahugbúnaðinum er mjög hentug lausn fyrir lítil fyrirtæki og fyrirtæki í einföldum rekstri, svo sem einstaklinga með rekstur og margvísleg verktakafyrirtæki. Þetta þýðir að auðvelt er að uppfæra upp í næstu útgáfur af dk viðskiptahugbúnaðinum eftir því sem fyrirtækið stækkar.
dk í áskrift
Minnsta útgáfan af dk viðskiptahugbúnaðinum er alhliða bókhaldskerfi með einföldu og þægilegu viðmóti fyrir notandann, sérsniðið að íslenskum aðstæðum. Kerfið inniheldur m.a. fjárhags-, viðskiptamanna-, lánardrottna-, sölu-, birgða- og launakerfi. Engar takmarkanir eru á færslufjölda. Mjög fljótlegt er að taka kerfið í notkun því með kerfinu fylgja fulluppsett fyrirtækjaform fyrir mismunandi tegundir rekstrar sem innihalda m.a. bókhaldslykla og tengingar við hin ýmsu undirkerfi.
dk í áskrift er hagkvæm og þægileg leið fyrir smærri fyrirtæki sem gefur kost á alhliða bókhaldskerfi í mánaðarlegri áskrift. Greitt er mánaðarlegt gjald fyrir hugbúnaðinn. Innifalið er hýsing á gögnum, afritun, öryggisvarnir og SQL gagnagrunnur í fullkomnu tækniumhverfi.
Áskriftamöguleikar
Smelltu hér til að skoða áskriftarmöguleika og panta dk í áskrift.