dk iPos afgreiðslukerfið
dk hugbúnaður býður upp á heildarlausn í afgreiðslukerfum sem byggir á nýjustu tækni
dk iPos afgreiðslukerfið má nota eitt og sér eða sem viðbót við dkPos afgreiðslukerfið. dk iPos getur bæði verið pantanakerfi fyrir veitingastaði og líka sem fullgilt afgreiðslukerfi, tengt við posa, prentara og peningaskúffu. Viðmótið er notendavænt og er afar auðvelt að læra á kerfið. Einfaldar aðgerðir tryggja lágmarks afgreiðslutíma sem skilar sér í betri þjónustu.
dk iPos afgreiðslukerfið vinnur sem sjálfstæð eining en er um leið hluti af viðskiptahugbúnaði okkar og er einfalt að samkeyra gögn, svo sem söluuppgjör, birgðauppfærslu og fleira. Hægt er að nálgast allar vinnslur, uppflettingar og greiningar þar sem kerfið er beintengt við dk viðskiptahugbúnaðinn en í því felst gríðarlegur vinnusparnaður. Kerfið hentar jafnt verslunum með einn eða fleiri afgreiðslukassa sem og stórum verslanaheildum.