Möguleiki er á að deila sameiginlegum gögnum með öðrum
Með aðgerðinni „Invite users“ er hægt að deila upplýsingum með öðrum í eða utan fyrirtækisins.
- Með því að hægri smella fæst valmynd þar sem hægt er að velja „Invite users“
- Forritið flytur þig yfir í vefviðmótið þar sem hægt er að klára að ljúka samnýtingu
- Sláðu inn netfang hjá móttakanda
- Hægt er að setja inn texta – textinn birtist öllum eins
- Réttindi valin: Stofnandinn getur ekki gefið öðrum meiri réttindi en hann hefur
- Smellt á „Invite“
Ef þú deilir skrá með aðila sem ekki er skráður með dkDrive , þarf hinn sami að virkja reikning sinn áður en hann notar dkDrive
Utanaðkomandi notandi (ekki innan fyrirtækis) má ekki deila gögnum frekar.
Það eru 3 leiðir til að deila skrám, Corporate , Team og Private
Corporate share er stjórnað af IT deildinni og er aðeins hægt að stofna í stjórnunarviðmótinu.
Corporate share er oft tengd atvinnu og starfsmannastöðu félagsins. t.d. fyrirtækjamöppur s.s. „Sala“, „Fjármál“, „Markaðssetning“ o.s.frv.
Team share er hægt að stofna af starfsmanni (innri notanda), ef viðkomandi hefur tilskilin réttindi.
Team share á aðalega við tímabundin verkefni, t.d. þegar unnið er með utanaðkomandi samstarfsaðilum eða í verkefnishópum yfir
margar skipulagseiningar.
Sá/sú sem stofnar Team er „eigandi“ en IT deildin getur einnig komið þar að.
Möppur eða skjöl sem eru búin til beint af vefnum eða í gegnum File Explorer eru alltaf sett sem Team share.
Team share getur jafnframt verið stofnað af stjórnunarviðmótinu af IT deildinni.
Private share er svipað heimasvæðinu og er eingöngu stjórnað af Admin úr dkDrive viðmótinu.
Tilgangur Private share er að staðsetja gögn sem ekki tilheyra öðrum.
Allir notendur (stjórnendur, innri og ytri) geta verið með Private share.
Þegar Private share er stofnað í gegnum vefviðmótið, er hægt að stofna það frá notandanum beint eða með flipanum í vefviðmótinu.
Eyða notenda úr Share
Ef „share“ notanda er eytt, færist eignarhaldið á stjórnanda fyrirtækisins (Admin).
Það þýðir að deilinging („share“) eyðist ekki þó svo notandanum hafi verið eytt heldur þarf að eyða úr „Share tab“