fbpx Skip to main content

Leiðbeiningar fyrir dkDrive

Á þessari síðu finnur þú ýmsar leiðbeiningar fyrir dkDrive.

Ef þú finnur ekki svarið við spurningunni sem þú hefur þá er þér velkomið að senda okkur þjónustubeiðni og við munum svara um hæl.

Leiðbeiningarnar hér eru ekki tæmandi en helstu spurningar og svör eru hér fyrir neðan

  Þegar þú hefur sett upp dkDrive á tölvunni, setur hugbúnaðurinn upp mappað drif
  Sjálfgefið nafn er (Windows =  dkDrive U:) (Mac = dkDrive)
  Frá skjáborðinu, File Explorer eða Finder í Mac,  getur þú síðan opnað drifið

  Ef skrárnar þínar eru dulkóðaðar af ransomware geturðu notað dkDrive vefforritið til að endurheimta þær skrár í fyrri útgáfu án þess að tapa einhverjum gögnum.

  Dæmi um dulritaðar skrár.

  1: Opnaðu vafrann þinn og skráðu þig inn í vefforritið.

  2: Farðu inn á stjórnborðið á vinstri spjaldinu og smelltu á „Restore history“ (ATH – þú verður að vera stjórnandi til þess)

  3: Hér verður að slá inn nafnið á samnýttu skráarsvæði og endinguna á skránni sem á að endurheimta.
       Í sýnishorninu hér fyrir ofan eru dæmin með endingunni: .locked

  4: Smelltu á “Start Recovery” og síðan á „Yes“ þegar þú ert búinn að velja skrárnar.

  Kerfið mun nú endurheimta fyrri útgáfu af skrám, sem ekki eru dulkóðaðar.
  Hægt er að sjá strax endurheimtar skrár í vefforritinu.

  Innan nokkura mínútna mun þjónninn einnig skila réttu útgáfunni í staðbundnu vélina þína og dkDrive drifið.

  Ef þú ert með nokkur fyrirtæki sem nota dkDrive geturðu auðveldlega deilt mismunandi hlutum með aðalnotandanum þínum.

  Það sem þarf að gera:

  Þú verður að deila gögnum fyrirtækisins þíns með aðalnotandanum *
  Hægt er að fylgjast með  skrám og möppum með þessu móti.

  Þegar þú deilir gögnum frá þeim fyrirtækjum sem tengjast þér þá verða gögnin aðgengileg í skýinu, tölvum og snjalltækjum.

  * Aðalnotandi er notandinn sem þú vilt nota og skrá þig inn með.

  Möguleiki er á að deila sameiginlegum gögnum með öðrum
  Með aðgerðinni „Invite users“ er hægt að deila upplýsingum með öðrum í eða utan fyrirtækisins.

  1. Með því að hægri smella fæst valmynd þar sem hægt er að velja „Invite users“
  2. Forritið flytur þig yfir í vefviðmótið þar sem hægt er að klára að ljúka samnýtingu
  3. Sláðu inn netfang hjá móttakanda
  4. Hægt er að setja inn texta  – textinn birtist öllum eins
  5. Réttindi valin: Stofnandinn getur ekki gefið öðrum meiri réttindi en hann hefur
  6. Smellt á „Invite“

  Ef þú deilir skrá með aðila sem ekki er skráður með dkDrive ,  þarf hinn sami að virkja reikning sinn áður en hann notar dkDrive
  Utanaðkomandi notandi (ekki innan fyrirtækis)  má ekki deila gögnum frekar.

  Það eru 3 leiðir til að deila skrám, Corporate , Team og Private 

  Corporate share er stjórnað af IT deildinni og er aðeins hægt að stofna í stjórnunarviðmótinu.
  Corporate share er oft tengd atvinnu og starfsmannastöðu félagsins. t.d. fyrirtækjamöppur s.s. „Sala“, „Fjármál“, „Markaðssetning“ o.s.frv.

  Team share er hægt að stofna af starfsmanni (innri notanda), ef viðkomandi hefur tilskilin réttindi.
  Team share á aðalega við tímabundin  verkefni, t.d. þegar unnið er með utanaðkomandi samstarfsaðilum eða í verkefnishópum yfir
  margar skipulagseiningar.
  Sá/sú sem stofnar Team er „eigandi“ en IT deildin getur einnig komið þar að.

  Möppur eða skjöl sem eru búin til beint af vefnum eða í gegnum File Explorer eru alltaf sett sem Team share.

  Team share getur jafnframt verið stofnað af stjórnunarviðmótinu af IT deildinni.

  Private share er svipað heimasvæðinu og er eingöngu stjórnað  af Admin úr dkDrive  viðmótinu.
  Tilgangur Private share er að staðsetja gögn sem ekki tilheyra öðrum.
  Allir notendur (stjórnendur, innri og ytri) geta verið með Private share.

  Þegar Private share er stofnað í gegnum vefviðmótið, er hægt að stofna það frá notandanum beint eða með flipanum í vefviðmótinu.

  Eyða notenda úr Share
  Ef „share“ notanda er eytt, færist eignarhaldið á stjórnanda fyrirtækisins (Admin).
  Það þýðir að deilinging („share“) eyðist ekki þó svo notandanum hafi verið eytt heldur þarf að eyða úr „Share tab“

  Ef þú vilt sjá smámynd (Thumbmails) af myndunum þínum í „File Explorer“ skaltu gera eftirfarandi:

  1.  Smelltu á „View“ flipann inn í „File Explorer“ og  þá sérðu þessa valmynd:

  2. Smelltu á „Large icons“  og lokaðu glugganum.

  Athugaðu að þetta mun valda því að allar myndir verða sóttar og geymdar í tölvunni!!

  Ef þú sérð enn engar smámyndir (Thumbnails) gerðu eftirfarandi:

  1. Smelltu á  „View“ flipann í „File Explorer“
  2. Smelltu á „Options“ hnappinn til hægri og farðu á „View“ flipann
  3. Gakktu úr skugga um að EKKI sé hakað í valkostinn „Always show icons, never thumbnails“
  Close Menu

  dk - Íslenskar viðskiptalausnir