dkDrive – hagkvæmt, einfalt og öruggt
Aukning á gagnamagni og utanumhald gagna er ein stærsta áskorun fyrirtækja og stofnana í dag. Með tilkomu snjalltækja, samfélagsmiðla, aukinni notkun myndavélakerfa, rafrænna viðskipta, þörf á að geyma gögn lengur ásamt kröfu um einfalt aðgengi, hefur orðið sprenging í heildargagnamagni á heimsvísu. Á næstu 5 árum er talið að gagnamagn á heimsvísu muni allt að sexfaldast. Krafan um hagkvæmari en jafnframt öruggari geymslumiðla verður háværari með hverjum degi.
dkDrive er háuppitíma gagnageymsluþjónusta sem hentar jafnt stórum sem smáum fyrirtækjum. Lausnin er byggð upp í þremur gagnaverum sem staðsett eru á mismunandi landsvæðum með tilliti til náttúruvár. Gögnin eru ávallt aðgengileg þrátt fyrir að ein staðsetning detti út.
- dkDrive er skráarmiðlunarþjónusta sem veitir notendum aðgengi að gögnum hvar og hvenær sem er hvort sem er í gegnum vafra, snjalltæki eða beint á útstöð.
- dkDrive hentar vel fyrir gögn sem þurfa að vera tiltæk með stuttum fyrirvara án mikillar fyrirhafnar.
Sem dæmi má nefna:
- Geymsla fyrir stór gagnasöfn
- Hefðbundin skráarþjónusta (File)
- Reglubundin langtímavarðveisla (e. Archiving)
- Gögn úr myndavélakerfum (CCTV)
- Afritageymsla í stað hefðbundinnar spóluafritunar
- Endurheimtarþjónusta