
Í byrjun ágúst kom uppfærsla á dk One smáforritið frá dk.
Í uppfærslunni komu inn nýjungar og lagfæringar.
Fyrir þá sem ekki þekkja til, þá er dk One smáforrit, veflausn og app. Einskonar framlenging á kerfiseiningum í dk viðskiptahugbúnaði.
Kerfið er ætlað þeim notendum sem eru mikið á ferðinni og vilja geta nýtt nýjustu tækni.
Tvær nýjungar sem tengjast lánardrottnakerfinu komu nýjar inn í uppfærslunni:
- dk One samþykktir – einföld leið til að samþykkja reikninga
- dk One kostnaður – einföld leið til kostnaðarskráningar
Þær kerfiseiningar sem voru uppfærðar og lagfærðar í uppfærslunni:
- dk One Sala – sölupantanir og sölureikningar
- dk One Verk – verkskráning
- dk One Mælaborð – aðgangur að stjórnendaupplýsingum
Áfram verður haldið í þróun og lagfæringum á dk One kerfinu. Frekari uppfærslur og nýjungar munu bætast við kerfið á næstu misserum, svo endilega fylgist með.