dk námskeið haldið á Sauðárkróki

By nóvember 8, 2019 dk hugbúnaður

Námskeið í dk hugbúnaði verður haldið á Sauðárkróki þriðjudaginn 19. nóvember 2019. Námskeiðið er heilsdagsnámskeið þar sem farið er yfir helstu aðgerðir í dk hugbúnaðnum. Námskeiðið verður með fyrirspurnarsniði. Stutt kynning er á hverri einingu í dk hugbúnaðnum og í framhaldinu farið yfir þau atriði sem þáttakendur hafa áhuga á. Námskeiðið miðar að því að þeir sem sækja það hafi grunnþekkingu á dk-hugbúnaði.

Námskeiðið verður kennt í húsnæði Farskólans við Faxatorg á Sauðárkróki, það hefst kl. 09:00 og stendur til 17:00. Kaffi og meðlæti er í boði meðan á námskeiðinu stendur en hádegismatur er ekki innifalinn í námkeiðsgjaldinu.

Kennarar eru Egill Áskelsson og Jónas Yngvi Ásgrímsson.

Nánari upplýsingar og skráning á námskeiðsvef dk hugbúnaðar

dk - Íslenskar viðskiptalausnir