
dk hlaut Gullmerki Jafnvægisvogarinnar 2022
dk er þar í hópi fimmtíu og níu fyrirtækja, sex sveitarfélaga og ellefu opinberra aðila. Þau sem hljóta viðurkenningu eru þau félög sem hafa náð að jafna hlutfall kynja í stjórnunarstöðum.
Við hjá dk hugbúnaði erum stolt af okkar starfsmönnum fyrir að hafa hlotið viðurkenningu í jafnvægisvogarinnar í ár sem er hreyfiaflsverkefni FKA – Félags kvenna í atvinnulífinu.
Markmið Jafnvægisvogar um 40/60 kynjahlutfall í efsta stjórnendalagi var haft til hliðsjónar við matið. Stór hluti þeirra þátttakenda sem hafa skrifað undir viljayfirlýsingu Jafnvægisvogarinnar hafa náð góðum árangri á þessu sviði og fjölgaði þeim þátttakendum sem hafa náð markmiðunum um 23 á milli ára.
Sjá nánar á vef félags kvenna í atvinnurekstri