fbpx Skip to main content

Nýtt viðmót kerfis

Töluverðar breytingar hafa verið gerðar á útliti dk Búbótar. Hér er farið nánar yfir helstu nýjungar.

Innskráningargluggi

Nýja útgáfan af dk Búbót er með nýtt útlit, töluvert frábrugðið því útliti sem hefur verið ráðandi síðustu ár.

Innskráningarglugginn inn í kerfið er mikið breyttur en sama virkni er á bakvið hann. Ein af nýjungunum er "Tilvitnun dagsins" sem birtist ný á hverjum degi. Með einu haki er hægt að sleppa birtingu tilvitnana og er sú stilling gerð fyrir hvern notanda.

Aðalvalmynd og stillingar

Nýja útgáfan af dk Búbót er með nýtt útlit, töluvert frábrugðið því útliti sem hefur verð ráðandi síðustu ár. Allar aðgerðir eru sýnilegri en áður. Útlitið er orðið nútímalegra þar sem aðalvalmyndin er orðin föst og mun meiri áhersla lögð á tækjastiku kerfisins. Notendur geta aðlagað útlit kerfisins að sínum þörfum. Allar þær breytingar eru gerðar undir Grunnur/Útlit.

Nýja útlit aðalvalmyndar dk er sjálfgefið í kerfinu. Fyrir þá sem vilja frekar gömlu góðu fljótandi valmyndina geta á einfaldan hátt breytt henni tilbaka. Einungis er farið í : "Grunnur/Útlit - Aðalvalmynd - Nota klassísku fljótandi valmyndina" og þá er sú gamla komin aftur.

Tækjastika

Meiri áhersla er lögð á tækjastiku kerfisins en áður og er hún orðin mun öflugri og notendavænni. Aðgerðarhluti tækjastiku inniheldur allar helstu flýtiaðgerðir fyrir það kerfi/töflu sem verið er að vinna með hverju sinni. Þannig breytist hluti af tækjastikunni í hvert skipti sem nýr gluggi/tafla í dk verður virkur og sýnir þannig helstu flýtilykla viðkomandi kerfis.

Hægt er að stilla kerfið þannig að tækjastikan birtist einnig í undirgluggum kerfisins. Allar stillingar fyrir tækjastiku eru undir "Grunnur" í tækjastiku.

Hegðun aðalvalmyndar

Aðalvalmyndin í dk hefur tekið miklum breytingum frá fyrri útgáfu. Valmyndin kemur núna föst vinstra megin á skjánum og sýnir áfram þær kerfiseiningar sem notandinn hefur aðgang að.

Val er um að láta valmyndina vera fasta vinstra- eða hægramegin á skjánum. Einnig er hægt að þjappa valmyndinni saman þannig að einungis smámyndir sjáist (hamborgara-valmynd). Áfram er hægt að nota lyklaborðið við allar skipanir í valmyndinni. Mögulegt er að kalla fram gömlu fljótandi valmyndina ef notandinn vill það heldur. Allar stillingar fyrir aðalvalmyndina eru undir: Grunnur/Útlit.

Mínar aðgerðir

Ein af þeim nýjungum sem fylgja aðalvalmyndinni eru "Mínar aðgerðir". Þar er hægt að festa þær aðgerðir sem notandinn notar mikið. Einfalt er að bæta við listann, einungis þarf að hægri smella á viðkomandi atriði í aðalvalmyndinni og velja "Bæta við í Mínar aðgerðir". Sama á við ef fjarlægja á úr listanum en þá er hægri smellt á atriðið í „Mínar aðgerðir“ og valið "Fjarlægja úr Mínum aðgerðum".

Athugið að "Mínar aðgerðir" verða ekki sýnilegar á aðalvalmynd fyrr en að a.m.k. einni aðgerð hafi verið bætt við "Mínar aðgerðir". Einnig eru "Mínar aðgerðir" einungis sýnilegar í nýju aðalvalmyndinni þ.e. þær sjást ekki í "Klassísku fljótandi valmyndinni".

Stillingar fyrir innslátt fylgiskjala

í nýju útgáfunni af dk Búbót hefur orðið viðmótsbreyting fyrir innsláttaruppsetningu fylgiskjala í skráningu dagbókar í fjárhagsbókhaldi.
Til þess að breyta stillingum, er dagbók opnuð og þar valið F5 Valmynd –> “Uppsetning innsláttar”

Velja stillingar og vista

Til að velja eða afvelja þá möguleika sem í boði eru fyrir fylgiskjöl, þarf að opna fylgiskjalalínu og þá birtast þeir möguleikar sem í boði eru. Til að opna þarf að ýta á [+] vinstra megin við “Fylgiskjal” línuna. Stillingar eru svo vistaðar með því að ýta á “F12 Skrá” hnappinn neðst í glugganum.

dk Búbót er hluti að viðskiptalausnum dk hugbúnaðar.

Þjónustuaðili:

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML)

Sími: 516 5050

veffang: www.rml.is

Upplýsingar um útgáfu 5.0.0 af dk viðskiptahugbúnaði (Ekki dk Búbót)

Close Menu

dk - Íslenskar viðskiptalausnir