Helstu nýjungar
mars 2022 útgáfa 5.0.4
Í þessari útgáfu hefur innbyggða hjálpin í kerfinu verið endurskrifuð. Fleiri hjálpargluggum (Wizard) bætt við kerfið. Nýtt viðmót fyrir innlestur reikninga í lánardrottnakerfið úr pdf skjölum og myndum. Í launakerfi er komin möguleiki á innlestri grunnganga frá notendum vegna jafnlaunagreiningar. Möguleiki er nú á lesa fylgiskjöl í töflu í stað þess að vera með þau á gagnadrifi.

Tenging við F1 hjálp
Nú er komin öflug tenging við F1 hjálpartakka í dk. Hjálp við hverja kerfiseiningu í formi ritaðs efnis og kennslumyndbanda.

Tenging við námskeið úr tækjastiku

Vista skjöl í töflu
Nú er hægt að stilla kerfið þannig að það lesi fylgiskjöl inn í töflu í stað þess að vera með skjöl á diski. Stillanlegt að viðhengi / tengdar skrár séu vistuð í gagnagrunni í stað þess að vera geymd á gagnadiski.

Fleiri hjálpargluggar (Wizard)
Nýr hjálpargluggi (wizard) fyrir stofnun á fyrirtæki. Glugginn aðstoðar og einfaldar stofnun á nýju fyrirtæki í dk viðskiptahugbúnaði.

Innlestur reikninga úr skjölum
Nú er hægt að lesa inn reikninga í lánardrottnakerfið úr pdf skjölum og myndum. Hægt er að sjá reikninginn og laga /breyta bókun áður en reikningur er stofnaður. Nýtt dkOne app bíður upp á að taka mynd af reikningum og senda beint inn í þessa vinnslu. Einnig er hægt að vista skjöl á fyrirfram skilgreinda möppu og lesa inn.

Jafnlaunagreining
Innlestur grunngagna frá notendum vegna jafnlaunagreiningar. Þessi gögn eru síðan unnin saman við launagögn og reiknaðir út ýmsir þættir sem tengjast jafnlaunagreiningu, t.d. stig fyrir persónubundna þætti og einstök störf. Einnig er reiknaður út launamunur kynja út frá þeim forsendum sem eru gefnar. Þessar upplýsingar er síðan hluti af þeim gögnum sem þarf að skila til að öðlast jafnlaunavottun sem veitt er af þar til bærum aðilum.

Sjálfvirk uppfærsla gjaldmiðla
Nú er hægt að setja upp sjálfvirk verkefni sem uppfæra gengi gjaldmiðla í gjaldmiðlatöflu dk.

Afslættir í birgðum
Í birgðakerfi er nú möguleiki að leyfa afslátt af verði 2 og 3. Setja þarf upp í stillingum birgðakerfis.

Innkaupapöntun
Fyrir Innkaupapantanir er búið að bæta við að línupplýsingar sýna söluupplýsingar vörunúmers, eins og í sölupöntun. Einnig er hægt að fletta í netfangalista út frá upplýsingum sem settar eru í netfanga dálk í haus innkaupapöntunar.

SMS í verkbókunarkerfi
Fyrirtæki sem nota verkbókunarkerfi dk (Verkstæðiskerfi) geta nú sent SMS til viðskiptavina sem eiga bókaðan tíma á verkstæði.
