Helstu nýjungar
febrúar 2021 útgáfa 5.0.0
Í þessari útgáfu hefur nýtt notendaviðmót verið tekið upp og er aðalvalmynd kerfisins ekki lengur fljótandi heldur föst. Lögð er meiri áhersla á tækjastiku kerfisins sem aðlagar sig að þeim töflum og kerfiseiningum sem unnið er með hverju sinni. Að auki inniheldur útgáfan breytingar á ýmsum öðrum þáttum s.s. almennar lagfæringar og þróun.

Nýtt viðmót kerfis
Útgáfa 5.0 af dk Viðskiptahugbúnaði inniheldur nýtt útlit sem er töluvert frábrugðið því sem hefur verið ráðandi síðustu 20 ár. Allar aðgerðir eru sýnilegri en áður, útlitið nútímalegra þar sem aðalvalmyndin er orðin föst og mun meiri áhersla lögð á tækjastiku kerfisins. Notendur geta aðlagað útlit kerfisins að sínum þörfum og er það gert undir Grunnur/Útlit.

Innskráningargluggi
Innskráningarglugginn inn í kerfið er mikið breyttur en sama virkni er á bakvið hann. Ein af nýjungunum er "Tilvitnun dagsins" sem birtist ný á hverjum degi. Með einu haki er hægt að sleppa birtingu tilvitnana og er sú stilling gerð fyrir hvern notanda.

Ný aðalvalmynd kerfis
Aðalvalmyndin í dk hefur tekið miklum breytingum frá fyrri útgáfu. Hún er núna vinstra megin á skjánum og sýnir áfram þær kerfiseiningar sem notandinn hefur aðgang að. Hægt er þó að velja um hvort valmyndin sé föst vinstra- eða hægramegin á skjánum. Einnig er hægt að þjappa valmyndinni saman þannig að einungis smámyndir sjáist (hamborgara-valmynd). Áfram verður hægt að nota lyklaborð við allar skipanir í valmyndinni. Mögulegt er þó alltaf að kalla fram gömlu fljótandi valmyndina ef notandi kýs það. Allar stillingar fyrir aðalvalmyndina eru undir: Grunnur/Útlit.

Fjárhagsdagbók 2.0
Ný og betrumbætt fjárhagsdagbók sem verður öflugri, sveigjanlegri og einfaldari í notkun. Hægt er að setja upp fylgiskjalaraðir og mótfærsla fylgiskjals er komin í sömu línu – kerfið lærir og hjálpar. Hægt er að setja upp dagbókarsniðmát og auðvelt er að afrita dagbækur eða fylgiskjöl svo ekki sé talað um einfaldleikann við bakfærslur ofl.

Mínar aðgerðir
Ein af þeim nýjungum sem fylgja aðalvalmyndinni er "Mínar aðgerðir". Þar er hægt að festa þær aðgerðir sem notandinn kýs. Einfalt er að bæta í listann, einungis þarf að hægri smella á viðkomandi atriði í aðalvalmynd og velja "Bæta við í Mínar aðgerðir". Sama á við ef fjarlægja á úr listanum, þá er hægri smellt á atriðið í „Mínar aðgerðir“ og velja "Fjarlægja úr Mínum aðgerðum".

Mælaborð
Á „Aðgerðar hluta“ tækjastiku er hægt að kalla fram „Mælaborð“. Mælaborðið tekur saman gögn um leið og það er keyrt af stað og sýnir sölu fyrir valin mánuð. Hægt er að setja inn sölumarkmið fyrir hvern mánuð og taka út mánaðarlega skýrsla úr fjárhag og sölu- og birgðakerfi.

Starfsmannakerfi
Búið að færa helstu töflur og vinnslur tengdar starfsmönnum undir "Starfsmenn" í aðalvalmynd. Ýmsar viðbætur og hjálpargluggar við stofnun launþega, bakfærslu launa og fleira. Gögn má senda yfir í Excel í Pivot töflur, þar sem hægt er að vinna með þau að vild.

Innborganir
Stuðningur við Innborganir hefur verið stórbættur í kerfinu. Hægt er að gera Innborgun á Sölupöntun og heldur kerfið þá utanum að búið sé að greiða inn á ákveðna pöntun og gefur út reikning fyrir innborgun. Einnig er hægt að gera Innborgun á viðskiptamann. Hægt er að nota Innborgunarkerfin með samtengdum kortaposa.

Sjálfvirkar kröfusendingar
Hægt er að stilla kerfið þannig að þegar bókaður er sölureikningur sendist krafa beint í heimabanka. Ekki er lengur þörf á að útbúa kröfubunka og senda í banka. Áfram er þó hægt að senda kröfu í banka eins og áður. Krafa sendist í gegnum sambankaþjónustur og ef reikningur er bakfærður verður krafan felld niður.

Gjafabréf og Innleggsnótur
Margvíslegar viðbætur við sölureikningakerfi dk, dk-Verslunareining. Nú er hægt að gefa út og taka á móti Gjafabréfum og Innleggsnótum. Betri tenging við greiðslubúnað eins og posa ásamt því að kortakvittun má núna prenta út á A4 sölureikning svo ekki er þörf á sérstökum kvittanaprentara.

Fleiri hjálpargluggar (Wizard)
Nýir og betrumbættir hjálpargluggar eru nú komnir í kerfið. Hjálpargluggarnir einfalda vinnslur eins og að stofna nýtt fyrirtæki, launþega o.fl. Hjálpargluggarnir flýta fyrir og auðvelda alla vinnu í kerfinu.

Bankahreyfingar beint í dagbók
Nú er hægt að lesa inn færslur beint frá bönkum í gegnum sambankaþjónustur en einnig er hægt að lesa inn XML- og textaskrár sem koma úr heimabanka viðkomandi fyrirtækis. Færslur stoppa í forskráningu bankahreyfinga þar sem hægt er að yfirfara og lykla þær, stofna bókunarskilgreiningu fyrir bankafærslur og villuleita. Eftir uppfærslu forskráningar koma allar færslur inn í fjárhagsdagbók.

GDPR upplýsingar
Búið er að uppfæra upplýsingar í upplýsingartré launþega sem nýtist nú sem GDPR skýrsla í starfsmannakerfinu.

Móttaka kostnaðarreikninga
Rafrænt og á Pdf formi – hægt er að lesa inn í dagbók fjárhags. Möguleiki er að sjá mynd af kostnaðarreikningnum áður enn hann er lesinn inn í móttökubók lánardrottnareikninga eða inn í dagbók fjárhags.

Öflugri léttlausnir
Léttlausnum dk fjölgar og þær verða öflugri. Nýjasta léttlausnin er fyrir skoðunarmenn bifreiðaskoðana. Stjórnborðs léttlausnin er lifandi mælaborð beint í símann. Að skrá tíma og kostnað í verkbókhald hefur aldrei verið einfaldara en með dk Verkbókhalds appinu. Sölureikningagerð, tilboðsgerð og sölupantanagerð er nú möguleg í gegnum léttlausnir dk. dk iPos er léttlausn fyrir verslanir og þjónustu sem þurfa öflugt afgreiðslukerfi fyrir snjalltæki.

Launakerfi
Nú er kominn valmöguleiki á að setja inn forsendur vegna styttingu vinnuvikunnar. Orlofs flipi fyrir frítökurétt og almennt orlof er í Launakerfi/Uppsetning/Almennar stillingar og hægt er að senda skilagreinar fyrir meðlag rafrænt til Innheimtustofnun sveitarfélaga. Uppsetning er í Laun - Rafrænar skilagreinar.

Tilkynningar gluggi
dk kerfið lætur núna vita með tilkynningarglugga þegar ákveðnum skráningum, keyrslum og sendingum er lokið. Þegar stofnaður er nýr launþegi í gegnum launþega hjálparglugga, lætur kerfið vita, einnig þegar krafa er send á viðskiptavin, bókun söludagbókar ofl. Fleiri og fleiri kerfiseiningar og vinnslur í dk munu koma til með að nýta sér tilkynningargluggann í framtíðinni.

Samþætting við dkPos afgreiðslukerfi
Nú er hægt að láta Gjafabréf og Innleggsnótur flæða á milli dk Verslunareiningar og dk Pos afgreiðslukerfis. Vefþjónusta dk sér um að uppfæra útgefin og móttekin Gjafabréf og Innleggsnótur yfir í miðlægan grunn dk Pos bakvinnslukerfisins. Þessi viðbót er ætluð sérvöruverslunum sem nota bæði dk Verslunareiningu og dk Pos afgreiðslukerfi.

Staðfestar sölupantanir
Staðfestar sölupantanir. Birgðastaða breytist í lagerkerfi dk um leið og sölupöntun er flutt yfir á "Staðfestar sölupantanir."

Verkbókhald
Í verkdagbók í verkbókhaldskerfinu er nú hægt að fara yfir óuppfærðar verkhreyfingar í töflu. Sjá undir F5 Valmynd í Verkbókhald/verkdagbók.
Mikil þróun hefur átt sér stað á samtengingu stimpilklukku, vefþjónustu dk og verkbókhaldskerfis og komin er ný lausn kölluð Verkstimpilklukka. Með tengingu við stimpilklukku er hægt að deildarmerkja vefklukkuslóðina og stimpla inn á verk í gegnum síma og er þá símanúmer tengt við starfsmannanúmer kerfisins.

Verkstimpilklukka
dk Verkstimpilklukka býður nú upp á tengingu við verkbókhald. Þegar verkbeiðni er prentuð út, prentast einnig strikamerki sem hægt er að nota til að skrá inn á verk með strikamerkjalesara. Hægt er að stimpla inn á verk og stilla kerfið þannig að verkhreyfing flytjist strax yfir í verkbókhaldið þar sem hægt er útbúa sölureikning á stuttum tíma.

Tenging við búnaðarskilríki
Hægt er að nota búnaðarskilríki með Sambankavefþjónustu dk. Þegar fyrirtæki hefur fengið búnaðarskilríki frá Auðkenni er hægt að setja sömu skilríki upp á mörgum vélum. Skilríkin eru ekki lengur tengd við einstakling, heldur fyrirtækið sem skráð er fyrir skilríkjunum.

Android handtölvukerfi
Handtölvukerfi dk er komið í Android útgáfu. Sömu möguleikar og voru í eldri útgáfu handtölvukerfis dk eru í nýju útgáfunni eins og vörutalning, vörumóttaka, skráning innkaupa- og sölupantana, birgðaskráning og fleiri birgðatengdar aðgerðir.

Tenging við vöruhúsakerfi
Hægt er að tengja sölukerfi dk og vörumóttöku dk við Vöruhúsakerfi Origo. Vefþjónusta sér um hraðvirka og örugga tengingu kerfa.

Mínar síður
Með mínum síðum er hægt að bjóða aðgengi að reikningum, skjölum og samningum fyrirtækja í gegnum einfalt og þægilegt vefviðmót. Þannig geta fyrirtæki veitt sínum viðskiptavinum uppflettiaðgang að t.d. útgefnum sölureikningum og stöðu.
