Category

Fréttir

Strætó í Reykjanesbæ notar iPos

By | Fréttir | No Comments

Nýverið tóku Hópferðir Sævars,  sem þjónustar íbúa Reykjanesbæjar í innanbæjarakstri strætó, upp dk iPos afgreiðslukerfið á leiðarkerfi sínu. dk iPos er þráðlaust afgreiðslukerfi sem notast við iPad spjaldtölvur.

Kerfið er mjög hraðvirkt en jafnframt sveigjanlegt.  Öll sala bókast rafrænt í dk fjárhagsbókhald og þar er síðan hægt að ná út margvíslegum skýrslum s.s. yfir farþegafjölda á ákveðnu tímabili og fl.  dk iPos er tengt Verifone wifi posa og sér hann jafnframt um alla prentun úr kerfinu s.s. kvittanir og skiptimiða.

dk hugbúnaður ehf. óskar Hópferðum Sævars innilega til hamingju með nýja kerfið.

dk er Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2017

By | Fréttir | No Comments

dk hugbúnaður er eitt Fyrirmyndarfyrirtækja VR 2017 í hópi stærri fyrirtækja.  dk hugbúnaður er þar í flokki með 14 öðrum góðum fyrirtækjum sem öll sinna starfsmannamálum á skilvirkan hátt og halda vel utan um mannauð sinn. Brynjar Hermannsson stjórnarformaður dk hugbúnaðar veitti viðurkenningunni viðtöku í Hörpunni.

dk styrkir Hjálparstarf kirkjunnar

By | Fréttir | No Comments

Núna í desember færði dk hugbúnaður, Hjálparstarfi kirkjunnar, 300 þúsund króna styrk til starfsins hér heima fyrir jólin. Vilborg Oddsdótttir tók á móti styrknum frá Yrsu og Eddu fyrir hönd dk hugbúnaðar.  dk hugbúnaður óskar Hjálparstarfi kirkjunnar velfarnaðar í söfnun sinni og minnir á heimasíðu þeirra www.help.is

dk - Íslenskar viðskiptalausnir