Kerfislýsing
Kerfislýsing hjá dæmigerðu þjónustufyrirtæki sem notar eftirfarandi kerfiseiningar frá dk: Bókunarkerfi sem er ný kerfiseining hjá dk, verkbókhaldskerfi, dk One verkbókhaldskráningu og sölureikningakerfi.
Nauðsynlegar kerfiseiningar
- Bókunarkerfi
- Verkbókhaldskerfi
- dk One verkbókhald fyrir starfsmenn
- Sölureikningakerfi
Viðbótar kerfieiningar
- Verslunareining fyrir sölureikninga
- Beintengdur kortaposi


Tímabókun í bókunarkerfi
Viðskiptavinur pantar tíma hjá þjónustufyrirtæki. Ritari skráir tímapöntun ásamt verklýsingu í bókunarkerfi dk með einföldum hætti. Hægt er að fá tengingu við ökutækjaskrá inn í kerfið sem flýtir fyrir skráningu hjá bílaverkstæðum. Verkbeiðni stofnast samhliða tímapöntun með öllum upplýsingum ásamt verklýsingu.
Verkbeiðni í móttöku
Við komu til þjónustufyrirtækis prentar móttökuritari verkbeiðni út. Á verkbeiðni prentast strikamerki sem hægt er að nota við áframhaldandi skráningu þeirra starfsmanna sem vinna verkið.
dk One verkskráning
Starfsmaður þjónustufyrirtækis notar dk One verkskráningu. Þar skráir hann inn auðkenningarnúmer sitt og strikamerki verkbeiðnar sem unnið er með.
Kostnaðarskráning
Allar nauðsynlegar upplýsingar eins og vinnustundir, varahlutir og annar kostnaður er skráð rafrænt á viðkomandi verkbeiðni með dk One verkskráningu.
Verklok
Við verklok skráir starfsmaður sig út af viðkomandi verki og allar færslur uppfærast í verkbókhaldskerfi dk. Val er um að senda viðskiptavin sjálfkrafa SMS skilaboð við verklok. Kerfið er hraðvirkt og einfalt í notkun.


Útskrift reiknings
Við afhendingu er útbúinn verkreikningur út frá viðkomandi verkbeiðni. Hröð og örugg sölureikningsútskrift þar sem allar færslur skila sér á rétta staði.
Beintenging við kortaposa
Mögulegt er að hafa beintengdan greiðsluposa við sölureikningakerfi dk. Þannig sparast tími og allar færslur bókast um leið og sölureikningur er uppfærður.
Aðrar lausnir
Einnig er í boði verkstimpilklukkukerfi fyrir þjónustufyrirtæki. Með því er hægt að skrá sig inn og út af verki með einföldum hætti og tengja færslur við launakerfi dk.


Vantar frekari upplýsingar?
Sendu okkur fyrirspurn fyrir frekari upplýsingar eða til að panta kynningarfund