All Posts By

hafsteinn

Læknavaktin tekur upp sjálfsafgreiðslukerfi frá dk

By | dk hugbúnaður | No Comments

Læknavaktin hefur nú tekið upp sjálfsafgreiðslukerfi dk Pos frá dk hugbúnaði.

Læknavaktin flutti nýverið í nýtt húsnæði í Austurveri, Háaleitisbraut 68, 2. hæð.  Á síðustu tuttugu árum hefur aðsókn á Læknavaktina farið úr 30 þúsund komum í rúmlega 80 þúsund komur.  Því var ljóst að bæta þyrfti afgreiðsluhraða og sjálfvirkni við afgreiðslu viðskiptavina.

Læknavaktin hefur notað dk Pos afgreiðslukerfið síðan 2009 og leitaði því til dk hugbúnaðar vegna sjálfsafgreiðslulausna fyrir nýju móttökuna í Austurbæ.  Úr varð að Læknavaktin tók upp tvær sjálfsafgreiðslustöðvar með dk Pos afgreiðslukerfinu.  Kerfið er algerlega sjálfvirkt og tengist m.a. Sjúkratryggingum Íslands, Qmatic númerakerfinu frá Edico og Saga sjúkraskrárkerfinu frá Origo. Þegar greiða þarf fyrir komuna á Læknavaktina er greiðslan send yfir á Ingenico posa frá Valitor.

Kostir kerfisins eru einfaldleiki, mikill hraði auk þess sem hægt er að notast við venjulegan vélbúnað fyrir afgreiðslukerfi s.s. prentara og posa.

dk hugbúnaður óskar Læknavaktinni innilega til hamingju með nýja kerfið.

Mynd:
Gunnar Örn Jóhannsson hjá Læknavaktinni og Atli Már Jóhannesson hjá dk hugbúnaði við afhendingu sjálfsafgreiðslulausnarinnar nú á dögunum.

Mynd frá Landmannalaugum

Ferðafélag Íslands tekur upp dk iPos afgreiðslukerfi

By | dk hugbúnaður | No Comments

Nú í sumar tók Ferðafélagi Íslands upp dk iPos afgreiðslukerfið í öllum átta skálum sínum á hálendinu til að taka á móti greiðslu fyrir skála- og tjaldgistingu. Afgreiðslukerfið er einnig notað sem sölukerfi fyrir ýmsar vörur og þjónustu sem er í boði fyrir gesti á svæðunum ásamt sjálfvirkum útreikningi á gistináttagjaldi.

Fyrir notaði Ferðafélag Íslands dk viðskiptahugbúnað og hefur verið með dk Pos afgreiðslukerfið í verslun sinni í Mörkinni 6 Reykjavík.  dk iPos afgreiðslukerfið er einfalt í notkun, keyrir á iPad spjaldtölvum og er tengt Verifone wifi posum.

Aðspurðar segja þær Steingerður Sigtryggsdóttir og  Lilja Rut Víðisdóttir hjá Ferðafélaginu að þær séu ánægðar með kerfið og þökk sé dk iPos sé öll vinna við söluuppgjör orðið mun skilvirkara og einfaldara og kerfið sé einfalt og þægilegt í notkun.  Vöruframboði og bókun sölureikninga er stýrt frá miðlægu bakvinnslukerfi á skrifstofu Ferðafélagsins. Öll sölugögn skila sér jafnóðum og þau gerð, beint í bakvinnslukerfið hjá þeim á skrifstofunni. Þar sem netsamband á hálendinu getur verið ótryggt er gott að vera með öruggt afgreiðslukerfi.

Strætó í Reykjanesbæ notar iPos

By | Fréttir | No Comments

Nýverið tóku Hópferðir Sævars,  sem þjónustar íbúa Reykjanesbæjar í innanbæjarakstri strætó, upp dk iPos afgreiðslukerfið á leiðarkerfi sínu. dk iPos er þráðlaust afgreiðslukerfi sem notast við iPad spjaldtölvur.

Kerfið er mjög hraðvirkt en jafnframt sveigjanlegt.  Öll sala bókast rafrænt í dk fjárhagsbókhald og þar er síðan hægt að ná út margvíslegum skýrslum s.s. yfir farþegafjölda á ákveðnu tímabili og fl.  dk iPos er tengt Verifone wifi posa og sér hann jafnframt um alla prentun úr kerfinu s.s. kvittanir og skiptimiða.

dk hugbúnaður ehf. óskar Hópferðum Sævars innilega til hamingju með nýja kerfið.

Fyrirtæki ársins 2018

By | dk hugbúnaður | No Comments

dk hugbúnaður var valið eitt af Fyrirtækjum ársins 2018 af VR.
Við valið var litið til níu lykilþátta: stjórnunar, starfsanda, launakjara, vinnuaðstöðu, sveigjanleika, sjálfstæðis í starfi, ímyndar fyrirtækisins, ánægju & stolts og jafnréttis.
dk hugbúnaður er eina fyrirtækið í hópi stórra fyrirtækja sem fær yfir fjóra í einkunn í öllum níu lykilþáttunum. Þá er dk hugbúnaður hæst í sínum flokki fyrir lykilþættina sveigjanleiki vinnu og ánægja & stolt.

Sjá nánar hér: Fyrirtæki ársins 2018.

Starfsfólk dk er afar stolt af þessum árangri á 20 ára afmælisári fyrirtækisins.

BRIKK opnar

By | dk hugbúnaður | No Comments

BRIKK – brauð & eldhús opnaði í sumar á Norðurbakka 1 í Hafnarfirði. BRIKK er byggt á þeirri hugmynd að vera bæði bakarí og eldhús og hefur fengið mjög góðar viðtökur eftir opnun. BRIKK notar dk iPOS afgreiðslukerfið frá dk hugbúnaði sem keyrir á iPad spjaldtölvu.  Létt, einfalt og hraðvirkt afgreiðslukerfi sem skilar sölufærslunum beint inn í fjárhagsbókhaldið.

dk hugbúnaður óskar Brikk til hamingjum með glæsilega veitingastað.

Costco velur dk hugbúnað

By | dk hugbúnaður | No Comments

dk hugbúnaður óskar Costco innilega til hamingju með stórglæsilega verslun á Íslandi.

Costco valdi dk hugbúnað sem samstarfsaðila fyrir hugbúnað í apótek Costco.  Costco notar öflugt dk fjárhags- og birgðabókhald ásamt dkPOS afgreiðslukerfi.  Einnig notar Costco öflugt launakerfi dk hugbúnaðar og þjóðskrártengingu fyrir klúbbmeðlimi ásamt nokkrum vefþjónustum sem sjá um samskipti milli dk kerfa og annarra kerfa.   Hýsingarþjónusta dkVistunar sér svo um miðlæga hýsingu á öllum þeim dk kerfum sem Costo notar.

dk hugbúnaður hentar fyrirtækjum af öllum stærðum.

dk er Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2017

By | Fréttir | No Comments

dk hugbúnaður er eitt Fyrirmyndarfyrirtækja VR 2017 í hópi stærri fyrirtækja.  dk hugbúnaður er þar í flokki með 14 öðrum góðum fyrirtækjum sem öll sinna starfsmannamálum á skilvirkan hátt og halda vel utan um mannauð sinn. Brynjar Hermannsson stjórnarformaður dk hugbúnaðar veitti viðurkenningunni viðtöku í Hörpunni.

dk styrkir Hjálparstarf kirkjunnar

By | Fréttir | No Comments

Núna í desember færði dk hugbúnaður, Hjálparstarfi kirkjunnar, 300 þúsund króna styrk til starfsins hér heima fyrir jólin. Vilborg Oddsdótttir tók á móti styrknum frá Yrsu og Eddu fyrir hönd dk hugbúnaðar.  dk hugbúnaður óskar Hjálparstarfi kirkjunnar velfarnaðar í söfnun sinni og minnir á heimasíðu þeirra www.help.is

Under Armour opnar í Kringlunni

By | Uncategorized | No Comments

 

Nýlega opnaði Altis Under Armour-verslun í Kringlunni. Verslunin notar heildarlausn frá dk hugbúnaði þ.e. dk bókhalds- og birgðakerfi ásamt dkPos afgreiðslukerfi og dk iPos afgreiðslukerfi sem er nýjung hjá dk hugbúnaði. Með iPos afgreiðslukerfinu og posa frá Dalpay er hægt að lágmarka kostnað vegna afgreiðslubúnaðar auk þess sem dýrmætt verslunarpláss sparast þar sem það þarf ekki að fara undir afgreiðsluborð. Viðskiptavinurinn fær þar af leiðandi betri þjónustu og nýting starfsmanna eykst. Verslunin býður upp á mikið úrval af íþróttavörum fyrir börn og fullorðna auk þess að veita góða þjónustu við val á réttum búnaði.

dk - Íslenskar viðskiptalausnir