fbpx Skip to main content

Áramótavinnslur 2021

Dagana 14. & 16. desember n.k. verður boðið upp á staðarnámskeið í áramótavinnslum hjá dk.

15. desember verður haldið Zoom námskeið í áramótavinnslum hjá dk.

Námskeiðin eru öll milli kl. 09:00 – 12:00

Námskeið í áramótavinnslum er í þeim aðgerðum sem flest fyrirtæki þurfa að framkvæma um áramót.  Kennarar verða Ásta Benediktsdóttir og Jónas Yngvi Ásgrímsson.

Farið verður í:

  • lokun reikningsárs
  • Flutning opnunar á nýtt ár
  • Afstemmingar safnlykla við undirkerfi
  • Afstemmingar/jafnanir á lánardrottnum og skuldunautum
  • Virðisaukaskattsuppgjör
  • Gengisleiðréttingar
  • Birgðatalningar
  • Launamiða
  • Aldursgreiningar skulda og eigna
  • Fjárhagsáætlanir og fjárhagsgreiningar.

Jafnframt verða skoðuð ýmis greiningartól til að auðvelda uppgjörsvinnu og kynntar nýjungar og nýtt útlit í verkdagbók.

Markmiðið með námskeiðinu er að auðvelda þátttakendum áramótavinnslurnar og kynna helstu tól sem dk býður upp á til þess.  Námskeiðið er haldið í desember á ári hverju.

Skráning á námskeið á vef dk eða með því að senda póst

Verð kr. 20.000

Close Menu

dk - Íslenskar viðskiptalausnir