Áramótavinnslur 2019 – 2020

Dagana 16. & 17. desember n.k. verður boðið upp á námskeið í áramótavinnslum, þ.e.a.s. þeim aðgerðum sem flest fyrirtæki þurfa að framkvæma um áramót.  Kennarar verða Magnús Axel Hansen, Kristín Ágústa Kjartansdóttir, Ásta Benediktsdóttir, Margrét Sveinbjörnsdóttir og Margrét Kristín Björnsdóttir.  Farið verður í lokun reikningsárs, flutning opnunar á nýtt ár, afstemmingar safnlykla við undirkerfi, afstemmingar/jafnanir á lánardrottnum og skuldunautum, virðisaukaskattsuppgjör, gengisleiðréttingar, birgðatalningar, launamiða, aldursgreiningar skulda og eigna, fjárhagsáætlanir og fjárhagsgreiningar.  Jafnframt verða skoðuð ýmis greiningartól til að auðvelda uppgjörsvinnu og kynntar nýjungar og nýtt útlit í verkdagbók.

Markmiðið með námskeiðinu er að auðvelda þátttakendum áramótavinnslurnar og kynna helstu tól sem dk býður upp á til þess.  Námskeiðið er haldið í desember á ári hverju.

Verð kr. 20.000