Áramótavinnslur 2022
Föstudaginn 16. desember næstkomandi verður boðið upp á staðarnámskeið í áramótavinnslum hjá dk hugbúnaði.
Hægt verður að skrá sig annað hvort fyrir hádegi eða eftir hádegi.
Föstudaginn 16. desember kl: 9-12
Föstudaginn 16. desember kl: 13-16
Námskeið í áramótavinnslum er í þeim aðgerðum sem flest fyrirtæki þurfa að framkvæma um áramót.
Kennarar verða Ólöf Harpa Halldórsdóttir og Magnús Axel Hansen.
Farið verður í:
- Lokun reikningsárs
- Flutning opnunar á nýtt ár
- Afstemmingar safnlykla við undirkerfi
- Afstemmingar/jafnanir á lánardrottnum og skuldunautum
- Virðisaukaskattsuppgjör
- Gengisleiðréttingar
- Birgðatalningar
- Launamiða
- Fylgiskjalasmiður
Jafnframt verða skoðuð ýmis greiningartól, svo sem fjárhagsgreining og fjárhagsáætlanir til að auðvelda uppgjörsvinnu.
Einnig kynning á nýjungum svo sem:
- Jafnlaunagreining
- dk One léttlausnir
- Skýrslur í launakerfi
- Sending á rafrænum reikningum.
- Mínar síður
Markmiðið með námskeiðinu er að auðvelda þátttakendum áramótavinnslurnar og kynna helstu tól sem dk býður upp á til þess.
Skráning á námskeið á vef dk eða með því að senda póst á kennsla@dk.is
Verð kr. 25.000