
Spennandi morgunkynning á skýinu okkar
Í síðasta mánuði (september) fórum við í dk af stað með morgunkynningar og í stuttu máli þá var aðsóknin mjög góð. Vel yfir 400 manns sóttu þessa fyrstu kynningu. Nú í október, nánar tiltekið næsta föstudag og svo fimmtudaginn þar á eftir, höldum við morgunkynningu númer tvö. Í þetta sinn eru við með spennandi morgunkynningu á skýjalausnum dk fyrir viðskiptavini. Með þessum pósti viljum við bjóða þér í heimsókn til okkar, þiggja léttar veitingar og hlýða á fyrirlestur um spennandi lausnir og nýjungar í dkVistun (dk skýinu).
Þessi kynning verður haldin föstudaginn 16. og fimmtudaginn 22. (sama kynning), frá kl. 8:45 til 9:45 í ráðstefnusal dk og Orkuveitunnar að Bæjarhálsi 1 í Reykjavík.
Á dagskránni verður fyrirlestur Brynjars um skýjalausnir í dk. Skráðu þig og/eða starfsfélaga þína á kynninguna með því að smella hérna. Aðgangur er ókeypis og opinn öllum meðan húsrými leyfir. Boðið verður upp á léttan morgunverð frá kl. 8:45, en dagskráin hefst stundvíslega klukkan níu og verður lokið um 15 mínútum fyrir tíu. Það væri frábært að sjá þig.
8:45 | Húsið opnar. Ljúfengur morgunverður |
9:00 | Hvað er dkVistun (skýjalausnir dk) Þjónustur í boði |
9:20 | Öryggismál Nýjungar framundan í dkVistun |
Skráðu þig á dk kynninguna hérna eða hringdu í 510 5800 eða sendu póst á kynning@dk.is
Starfsfólk
dk hugbúnaðar