
Tenging við Advise Business Monitor
dk tengist öflugu mælaborði fyrir stjórnendur fyrirtækja
Advise Business Monitor er öflugt og notendavænt mælaborð sem tekur saman lykiltölur fyrirtækja í rauntíma og auðveldar stjórnendum að greina reksturinn og spara í leiðinni tíma og fyrirhöfn. Mælaborðið býður upp á fjölbreytta möguleika í uppsetningu sem auðvelt er að aðlaga að hverjum og einum.
Stöðluð tenging við fjárhags- og sölukerfi DK gerir það að verkum að notendur geta auðveldlega tengst Advise og sett upp sölu- og rekstrargreiningar á aðeins nokkrum klukkustundum.
Notendavæn nútímalausn – allt á einum stað
Bókhaldslyklar, vörur og viðskiptamenn eru flokkaðir með einfaldri „drag & drop“ virkni. Sjálfvirk uppfærsla tryggir að notendur eru alltaf með rauntímagögn og auðvelt er að aðgangsstýra mismunandi hlutum kerfisins fyrir notendur.

Hægt er að tengja önnur rekstrarkerfi fyrirtækja við Advise og hafa þannig öll rekstrargögn á einum stað og auðvelt er að aðgangsstýra
Greindu reksturinn, frávikin og tækifærin
Í rekstraryfirliti mælaborðsins er hægt að sundurliða og greina upplýsingar. Kerfið birtir hreyfingalista og nánari upplýsingar með hverri færslu. Hægt er að bæta við innsláttar og reiknilínum til að stilla upp viðeigandi rekstrarhlutföllum og öðrum lykil mælikvörðum rekstrar.

Advise innifelur áætlanagerð og frávikagreiningu þar sem hægt er að bera saman rauntölur við fyrri ár og áætlun. PDF skýrsla með einum smelli sem hægt er að nýta til að senda rekstrarupplýsingar á stjórnir fyrirtækja eða aðra hagsmunaaðila. Skýrslan tekur saman rekstraryfirlit, áætlun, frávikagreiningu og mælaborð.
Hönnun byggð á þekkingu og reynslu
Stofnendur Advise hafa unnið að greiningu fjárhagsupplýsinga fyrir fyrirtæki og fundu þörf stjórnenda fyrir notendavæna og sjálfvirka lausn sem dregur saman allar helstu tölulegar upplýsingar á einn stað og jafnframt sparar tíma og vinnu.
„Hlutverk okkar er að veita stjórnendum betri yfirsýn og innsýn í rekstur fyrirtækja til þess að þeir geti tekið upplýstar ákvarðanir, hagrætt í rekstri og náð settum markmiðum”
Markmið Advise er veita framúrskarandi þjónustu, leysa vandamál og skapa tækifæri fyrir viðskiptavini. Advise leggur áherslu á að bjóða upp á lausnir sem auðveldar stjórnendum að sinna því sem er algjörlega nauðsynlegt í rekstri fyrirtækja á snjallari og skemmtilegri hátt.
Þú finnur frekari upplýsingar á advise.is