fbpx Skip to main content

Aðalskoðun tekur upp dk Viðskiptalausn

By júní 15, 2020dk hugbúnaður
Aðalskoðun

Eitt stærsta skoðunarfyrirtæki landsins, Aðalskoðun hf., tók nýverið upp heildarlausn frá dk hugbúnaði.

dk Viðskiptalausnin felst meðal annars í dk fjárhagsbókhaldi, dk sölukerfi og spjaldtölvukerfi fyrir skoðunarmenn á skoðunarstöðvum. Einnig er kerfið með allar nauðsynlegar tengingar við Samgöngustofu. Öll kerfi tala saman rafrænt svo ekki þarf að handfæra neinar færslur á milli kerfa. Mikil tímasparnaður fæst með kerfinu og villuhætta lágmarkast, svo ekki sé talað um allan pappírinn sem ekki þarf lengur að prenta út.

Með dk viðskiptahugbúnaði er Aðalskoðun komin með heildarlausn fyrir sinn rekstur. Þegar viðskiptavinur kemur með ökutæki í skoðun, er skráningarnúmer slegið inn í sölureikningakerfi dk. Allar nýjustu upplýsingar eru sóttar um leið til Samgöngustofu og gengið frá greiðslu með posa. Allar nauðsynlegar upplýsingar um ökutæki fara í rafræna biðröð, sem skoðunarmenn á viðkomandi skoðunarstöð sjá í dk ökutækja-appinu í sinni spjaldtölvu. Skoðunarmenn skoða ökutæki, setja jafnóðum upplýsingar inn í ökutækja-appið og að lokum geta þeir prentað skoðunarvottorð út eða sent skoðunarvottorð með tölvupósti á viðskiptavin. Allar skoðanir eru svo sendar til Samgöngustofu.

dk Ökutækjaskoðun appið hentar fyrir allar spjaldtölvur og snjallsíma, hvort sem það er Android eða Apple iOS stýrikerfi á þeim. Appið tengist dk skýjaþjónustu og prenturum í gegnum þráðlaust net.

Aðalskoðun er með fjórar skoðunarstöðvar á höfuðborgarsvæðinu, eina í Reykjanesbæ, Grundarfirði, Ólafsfirði og Reyðarfirði ásamt fullkominni færanlegri skoðunarstöð.

dk hugbúnaður óskar Aðalskoðun til hamingju með nýju hugbúnaðalausnina.

Mynd:
Magnús Pálsson framkvæmdastjóri dk hugbúnaðar og Ómar Pálmason Framkvæmdastjóri Aðalskoðunar takst í hendur við undirritun samstarfssamning á dögunum.

Close Menu

dk - Íslenskar viðskiptalausnir